Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 May ræddi við Corbyn í gær um Brexit-málið en viðræðurnar eru Brexit-sinnum ekki að skapi. Vísir Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52