Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 May ræddi við Corbyn í gær um Brexit-málið en viðræðurnar eru Brexit-sinnum ekki að skapi. Vísir Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Bretland Þingmenn Íhaldsflokksins breska lýstu margir yfir óánægju með það í gær að Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, ætti nú í viðræðum við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að leita að sameiginlegri lausn á þeirri pattstöðu sem komin er upp á þingi vegna Brexit-málsins. Breska þingið hefur í þrígang hafnað útgöngusamningnum sem May gerði við ESB og hefur þingmönnum aukinheldur mistekist að ná saman um aðra nálgun í málinu. Leiðin áfram er því afar óskýr og ekki nema átta dagar í dag þar til aukafrestur Breta til þess að setja fram áætlun rennur út. Takist það ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst ekki á nýja beiðni May um frekari frest, munu Bretar þurfa að ganga út úr sambandinu án samnings. Lítill vilji er fyrir slíku á þinginu. Að því er kom fram hjá BBC eru harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins allt annað en sáttir við viðræður leiðtoganna tveggja. Boris Johnson, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna óánægju með stefnu May á síðasta ári, sakaði May til að mynda um að afhenda Verkamannaflokknum stjórntaumana í Brexit-málinu. Þá sagði Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, að viðræðurnar væru afleit hugmynd. Kallaði Corbyn í þokkabót „marxista sem hefur það eitt að markmiði að valda ríkinu tjóni“. Chris Heaton-Harris, ráðherra útgöngumála, sagði af sér í gær, meðal annars vegna viðræðna May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að sem ráðherra væri hann ábyrgur fyrir undirbúningi fyrir samningslausa útgöngu ef af henni verður. Hins vegar hafi May verið staðráðin í því að komast hjá samningslausri útgöngu og því væri starf Heaton-Harris, að hans sögn, tilgangslaust. Nigel Adams sagði svo af sér sem ráðherra velskra málefna vegna viðræðnanna. Sagði að May væri með þeim að auka hættuna á því að stjórnvöldum mistakist að verða við kröfunni sem Bretar settu fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna árið 2016. Forsætisráðherrann mætti á þingið í gær og svaraði spurningum, líkt og ráðherra gerir alla jafna á miðvikudögum. Þar sagðist hún staðráðin í því að verða við Brexit-kröfunni en minnti á að þingmenn hefðu hafnað hverri einustu tillögu sem lögð hefur verið fyrir þá hingað til. May mun einnig hitta Nicola Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem hefur krafist langrar frestunar og þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Óvíst er hvort viðræður May og Corbyns beri árangur enda hefur Corbyn ítrekað sett fram kröfur sem May vill ekki verða við. Til að mynda um nýjar þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. May sagði í ávarpi á þriðjudag að hún myndi ekki leggja samning sinn til hliðar. Hún væri hins vegar tilbúin til þess að gera breytingar á hinni pólitísku yfirlýsingu sem fylgja þarf samningnum. Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, sagði í gær að sambandið myndi tafarlaust innleiða tollvörslu og tolla gagnvart Bretum ef af samningslausri útgöngu verður. Um það væru öll aðildarríkin sammála.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52