Týndur stuðningsmaður Liverpool fannst í fangelsi í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 19:30 Stuðningsmenn Liverpool sem tengjast fréttinni ekki en voru staddir á Estadio Wanda Metropolitano á laugardagskvöldið. Getty/Matthew Ashton Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa. England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa.
England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira