Sársaukafull fortíð ástæða þess að varnarmálaráðherraefni Trump hættir við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 22:00 Patrick Shanahan er hættur sem stafandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24