Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 23:46 Mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag. AP/Dana Verkouteren Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira