Farage hæddist að konungsfjölskyldunni vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 09:49 Farage á ráðstefnu hægrimanna í Sydney um helgina. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira