Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2019 13:45 Pétur Viðarsson og Björn Daníel Sverrisson verða í eldlínunni á morgun. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti