Íslenski boltinn

Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pétur Viðarsson verður væntanlega í byrjunarliðinu á morgun og því einn af þessum fjórum sem byrja bæði 2010 og 2019.
Pétur Viðarsson verður væntanlega í byrjunarliðinu á morgun og því einn af þessum fjórum sem byrja bæði 2010 og 2019. VÍSIR/DANÍEL
Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00.

Það eru 41 ár síðan Víkingar spilaði síðast bikarúrslitaleik en síðan þá hefur FH farið í sex bikarúrslitaleiki og unnið þrjá af þeim.

FH-ingar töpuðu gegn ÍBV 1972, biðu í lægri hlut gegn Val 1991, töpuðu svo gegn Skagamönnum árið 2003, unnu fyrsta bikartitilinn gegn Fjölni árið 2007, rúlluðu yfir KR 2010 og töpuðu svo loks fyrir Eyjamönnum árið 2017.

Ef litið er á byrjunarlið FH gegn KR fyrir níu árum síðar eru enn fjórir leikmenn sem eru enn að spila með liðinu í dag.

Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason og Hjörtur Logi Valgarðsson voru nefnilega allir í byrjunarliðinu 2010.

Reiknað er með að þeir verði allir í byrjunarliðinu er flautað verður til leiks á morgun en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×