Íslenski boltinn

Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir léttir.
Félagarnir léttir. VÍSIR/SKJÁSKOT

FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum.

FH-ingar hita upp fyrir komandi leik með skemmtilegu innslagi um leikmenn liðsins, þá Guðmann Þórisson og Björn Daníel Sverrisson.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FH gerir þátt um þá félaga en síðasti þáttur vakti mikla athygli. Hann má sjá hér.

Í síðasta þætti voru Björn og Guðmann að reyna næla sér í samninga hjá orkudrykkjaframleiðanda en fengu ekki. Þeir fengu það þó svo að lokum en á öðrum stað.

Guðmann Þórisson grínaðist svo í Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH, er hann gekk framhjá þeim og sagði Guðmann að Óli gæti fengið „fengið tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Fimleikafélagið: 10. þátturAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.