Nýr formaður Venstre dauðþreyttur á átökum innan flokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 10:43 Jacob Ellemann-Jensen er af mikilli stjórnmálaætt. Mynd/skjáskot Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum. Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum.
Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48