Jóhannes Karl: Ætlum að berjast í efri hlutanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 16:30 Jóhannes Karl er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. vísir/anton Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00