Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist verður Valur Íslandsmeistari þriðja árið í röð.
Valur fékk 394 stig, 46 stigum meira en KR í þessari árlegu spá. FH er spáð 3. sætinu, Breiðablik því fjórða og bikarmeisturum Stjörnunnar því fimmta.
Nýliðum ÍA er spáð 6. sæti deildarinnar. Ef marka má spána kveðja hinir nýliðarnir, HK, Pepsi Max-deildina í haust. HK-ingum er spáð tólfta og neðsta sætinu en þeir fengu aðeins 56 stig.
ÍBV og Víkingur R. fengu bæði 111 stig og er spáð 10.-11. sæti.
Spáin 2019:
1. Valur - 394 stig
2. KR - 348 stig
3. FH - 328 stig
4. Breiðablik - 307 stig
5. Stjarnan - 299 stig
6. ÍA - 212 stig
7. KA - 183 stig
8. Fylkir - 181 stig
9. Grindavík - 122 stig
10. ÍBV - 111 stig
11. Víkingur R. - 111 stig
12. HK - 56 stig
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti



„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
