Blikar með heilsteyptasta liðið Hjörvar Ólafsson skrifar 2. maí 2019 14:00 Sonný Lára fagnar hér 22. Íslandsmeistaratitli Blika í kvennaflokki og bikarnum síðasta haust. Fréttablaðið/anton Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti