Réttarhöldunum í Marokkó frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 15:05 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15
Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29