Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 17:49 Mannúðaraðstoð er nú á leið til fjölda Venesúelabúa. Ivan Valencia/AP Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019 Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fyrstu farmar hjálpargagna fyrir íbúa Venesúela eru komnir inn í landið í gegnum landamæri landsins við Brasilíu. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og yfirlýstur forseti landsins, greindi frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þá munu flutningabílar sem flytja hjálpargögn í tonnatali frá Kólumbíu verða affermdir á landamærum Kólumbíu og Venesúela og gögnin flutt með handafli yfir landamærin en ekki liggur fyrir hvort venesúelski herinn, sem er undir stjórn forsetans Nicólás Maduro, muni hleypa gögnunum í gegn. „Venesúelabúar athugið! Það er hér með formlega tilkynnt að fyrstu farmar mannúðaraðstoðargagna hafa þegar komið inn fyrir landamæri okkar við Brasilíu. Þetta er mikið afrek, Venesúela! Við höldum áfram,“ tísti hinn yfirlýsti forseti sem nýtur stuðnings ýmissa ríkja og er viðurkenndur forseti landsins af mörgum þeirra, meðal annars Bandaríkjunum. ¡Atención Venezuela! Anunciamos oficialmente que YA ENTRÓ el primer cargamento de ayuda humanitaria por nuestra frontera con Brasil. ¡Esto es un gran logro, Venezuela! ¡Seguimos! #23FAvalanchaHumanitaria — Juan Guaidó (@jguaido) February 23, 2019Mörg þekkt nöfn stjórnmálanna, bæði í Suður- og Norður-Ameríku hafa hvatt til þess að hjálpargögnunum verði hleypt í gegn. Til að mynda kallaði Hillary Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir því að mannúðaraðstoð yrði hleypt yfir landamærin með friðsælum hætti. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur þá krafist þess að hjálpargögnin fái að fara í gegn um landamærin og sagði að annað yrði brot á mannréttindum og mögulegur glæpur með tilliti til mannréttindalaga.I urge Nicolás Maduro to allow humanitarian aid inside Venezuela’s borders peacefully. People are in need of life-saving medicines, children are subsisting on one meal a day, and a peaceful delivery of food and supplies is to the benefit of all. — Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 23, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hvatti einnig til þess á Twitter-síðu sinni að hjálpargögnunum yrði hleypt í gegn. Þar nýtti hann tækifærið til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Guaidó og kallaði hann forseta landsins, auk þess sem hann sagði Maduro og fylgismenn hans vera „þjófagengi.“President Guaido is personally leading the effort to bring aid to Venezuelan people. The military has a chance to protect and assist the people of Venezuela, not Maduro and a band of thieves. Choose the road of democracy. pic.twitter.com/5dV4GELiry — John Bolton (@AmbJohnBolton) February 23, 2019
Bandaríkin Brasilía Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45