Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2019 23:30 Blaðamannafundur var haldinn stuttu eftir komuna til Kólumbíu EPA/Schneyder Mendoza Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52
Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30