Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. mars 2018 00:02 Sérfræðingar að störfum á vettvangi í Salisbury. Vísir/AFP Íbúar í Salsburry hafa áhyggjur af því að lögregla hafi ekki fyrr gefið út fyrirmæli til fólks um þvott á eigum í tengslum við eiturefnaárásina sem var gerð þar fyrir viku. Gestir á veitingahúsinu Zizzi, þar sem fyrrum njósnarinn Sergei Skripal borðaði ásamt dóttur sinni Yuliu Skripal, hafa verið beðnir aðþrífa fatnað og annað sem þeir voru meðá sér þetta umrædda kvöld. Feðginin urðu fyrir eiturefnaárás en leyfar af efninu sem notað var til að eitra fyrir þeim fundust á og í kringum borðið sem þau sátu við á veitingastaðnum. Samkvæmt frétt BBC hefur borðið og fleira verið fjarlægt og eytt. Vísindamenn hafa sagt við lögreglu aðþaðætti að bíða í nokkrar vikur með að opna svæðiðá ný. Leyfar af efninu fundust líka á Mill barnum í Salsbury. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn fyrir viku ásamt dóttur sinni. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Lögreglan hefur gefiðút fyrirmæli til allra sem voru á sömu stöðum á svipuðum tíma. Er það gert til að gæta ítrustu varúðar en er ekki talið að starfsfólk eða viðskiptavinir hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna taugaeitursins. Staðirnir eru enn lokaðir og kemst enginn nálægt þeim.Ástandið enn alvarlegt Allir gestir staðanna frá 13:30 sunnudaginn 4. mars til kvöldsins 5. mars eru beðnir að þvo föt og setja föt sem ekki má þvo í lokaða plastpoka. Nauðsynlegt er aðþrífa síma, töskur og önnur rafmagnstæki með blautþurrkum sem þarf svo að setja í plastpoka og í ruslið strax á eftir. Aðra hluti eins og gleraugu og skartgripi þarf aðþvo með vatni og sápu. Mikilvægt er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að koma við eitthvað sem grunur leikur á að hafi hugsanlega mengast. Mjög mikið hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Samkvæmt frétt BBC hafa íbúar áhyggjur yfir því að þessi fyrirmæli hafi ekki verið gefin út strax. Ástand feðginana er enn mjög alvarleg en líðan þeirra er nú stöðug. Sergei er 66 ára en Yulia er 33 ára. Þau dvelja enn á sjúkrahúsi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Íbúar í Salsburry hafa áhyggjur af því að lögregla hafi ekki fyrr gefið út fyrirmæli til fólks um þvott á eigum í tengslum við eiturefnaárásina sem var gerð þar fyrir viku. Gestir á veitingahúsinu Zizzi, þar sem fyrrum njósnarinn Sergei Skripal borðaði ásamt dóttur sinni Yuliu Skripal, hafa verið beðnir aðþrífa fatnað og annað sem þeir voru meðá sér þetta umrædda kvöld. Feðginin urðu fyrir eiturefnaárás en leyfar af efninu sem notað var til að eitra fyrir þeim fundust á og í kringum borðið sem þau sátu við á veitingastaðnum. Samkvæmt frétt BBC hefur borðið og fleira verið fjarlægt og eytt. Vísindamenn hafa sagt við lögreglu aðþaðætti að bíða í nokkrar vikur með að opna svæðiðá ný. Leyfar af efninu fundust líka á Mill barnum í Salsbury. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn fyrir viku ásamt dóttur sinni. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Lögreglan hefur gefiðút fyrirmæli til allra sem voru á sömu stöðum á svipuðum tíma. Er það gert til að gæta ítrustu varúðar en er ekki talið að starfsfólk eða viðskiptavinir hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna taugaeitursins. Staðirnir eru enn lokaðir og kemst enginn nálægt þeim.Ástandið enn alvarlegt Allir gestir staðanna frá 13:30 sunnudaginn 4. mars til kvöldsins 5. mars eru beðnir að þvo föt og setja föt sem ekki má þvo í lokaða plastpoka. Nauðsynlegt er aðþrífa síma, töskur og önnur rafmagnstæki með blautþurrkum sem þarf svo að setja í plastpoka og í ruslið strax á eftir. Aðra hluti eins og gleraugu og skartgripi þarf aðþvo með vatni og sápu. Mikilvægt er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að koma við eitthvað sem grunur leikur á að hafi hugsanlega mengast. Mjög mikið hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Samkvæmt frétt BBC hafa íbúar áhyggjur yfir því að þessi fyrirmæli hafi ekki verið gefin út strax. Ástand feðginana er enn mjög alvarleg en líðan þeirra er nú stöðug. Sergei er 66 ára en Yulia er 33 ára. Þau dvelja enn á sjúkrahúsi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41