Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:56 Sylvi Listhaug skaut harkalega á Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, á fundinum. Vísir/EPA Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan. Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan.
Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38