Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 22:38 Það tók dómsmálaráðherrann sex daga að eyða umdeildu færslunni af Facebook-síðu sinni. Vísir/EPA Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka. Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka.
Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40