Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 16:40 Listhaug hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa frá því að hún birti færsluna umdeildu fyrir helgi. Vísir/EPA Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira