Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 16:40 Listhaug hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa frá því að hún birti færsluna umdeildu fyrir helgi. Vísir/EPA Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira