Skoraði tvisvar gegn Arsenal en rétt missti af hundinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 07:00 Eric Lichaj skoraði tvö fyrstu mörk Nottingham Forest í sigrinum óvænta á Arsenal. vísir/getty Eric Lichaj skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Arsenal úr leik, 4-2, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Bæði mörk Lichajs komu í fyrri hálfleik. Í þeim seinni fékk Forest tvær vítaspyrnur en Bandaríkjamaðurinn fékk ekki tækifæri til að ná þrennunni. „Þetta var gott. Konan mín var búin að lofa mér að fá hund ef ég skoraði þrennu á þessu ári, svo ég reyndi að fá að taka vítin,“ sagði Lichaj léttur í lund eftir sigurinn frækna í gær. Stuðningsmenn Forest gátu loksins glaðst í gær en liðinu hefur gengið illa í vetur og knattspyrnustjórinn Mark Warburton var rekinn á gamlársdag. Gary Brazil tók tímabundið við og stýrði liðinu í leiknum gegn Arsenal.Manchester City er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Manchester City lenti undir gegn Burnley en tvö mörk frá Sergio Agüero á þremur mínútum komu liðinu í bílstjórasætið. City vann á endanum 4-1 sigur og hefur ekki enn tapað fyrir enskum andstæðingi á tímabilinu. Liðið á enn möguleika á að vinna alla þá titla sem í boði eru á þessu tímabili.Hvað kom á óvart? Coventry leikur í D-deildinni í dag og má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri. Þrátt fyrir það vann liðið frábæran 2-1 sigur á úrvalsdeildarliði Stoke City á heimavelli á laugardaginn. Coventry varð bikarmeistari árið 1987 og það er spurning hvort annað bikarævintýri sé í uppsiglingu hjá hinum himinbláu.Mestu vonbrigðin Arsenal varð bikarmeistari í þriðja sinn á fjórum árum í fyrra. Það er hins vegar ljóst að Skytturnar verja ekki titilinn í ár því þær töpuðu óvænt, 4-2, fyrir Nottingham Forest í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan Arsene Wenger tók við Arsenal (1996) sem liðið fellur úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstrarhrina í ensku úrvalsdeildinni Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað hafa sjö knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni verið látnir taka pokann sinn. 8. janúar 2018 06:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Eric Lichaj skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Arsenal úr leik, 4-2, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Bæði mörk Lichajs komu í fyrri hálfleik. Í þeim seinni fékk Forest tvær vítaspyrnur en Bandaríkjamaðurinn fékk ekki tækifæri til að ná þrennunni. „Þetta var gott. Konan mín var búin að lofa mér að fá hund ef ég skoraði þrennu á þessu ári, svo ég reyndi að fá að taka vítin,“ sagði Lichaj léttur í lund eftir sigurinn frækna í gær. Stuðningsmenn Forest gátu loksins glaðst í gær en liðinu hefur gengið illa í vetur og knattspyrnustjórinn Mark Warburton var rekinn á gamlársdag. Gary Brazil tók tímabundið við og stýrði liðinu í leiknum gegn Arsenal.Manchester City er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Manchester City lenti undir gegn Burnley en tvö mörk frá Sergio Agüero á þremur mínútum komu liðinu í bílstjórasætið. City vann á endanum 4-1 sigur og hefur ekki enn tapað fyrir enskum andstæðingi á tímabilinu. Liðið á enn möguleika á að vinna alla þá titla sem í boði eru á þessu tímabili.Hvað kom á óvart? Coventry leikur í D-deildinni í dag og má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri. Þrátt fyrir það vann liðið frábæran 2-1 sigur á úrvalsdeildarliði Stoke City á heimavelli á laugardaginn. Coventry varð bikarmeistari árið 1987 og það er spurning hvort annað bikarævintýri sé í uppsiglingu hjá hinum himinbláu.Mestu vonbrigðin Arsenal varð bikarmeistari í þriðja sinn á fjórum árum í fyrra. Það er hins vegar ljóst að Skytturnar verja ekki titilinn í ár því þær töpuðu óvænt, 4-2, fyrir Nottingham Forest í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan Arsene Wenger tók við Arsenal (1996) sem liðið fellur úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brottrekstrarhrina í ensku úrvalsdeildinni Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað hafa sjö knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni verið látnir taka pokann sinn. 8. janúar 2018 06:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Brottrekstrarhrina í ensku úrvalsdeildinni Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað hafa sjö knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni verið látnir taka pokann sinn. 8. janúar 2018 06:30