Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 09:48 Trump ræddi lengi við fréttamenn eftir að fundi hans og Kim lauk. Vísir/EPA Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“