Báðir spænsku risarnir á eftir stjörnuleikmönnum Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 11:30 Eden Hazard og Willian fagna saman marki með Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira