Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 23:42 Raskanir hafa orðið á sorphirðu í Washington-borg vegna lokunar hluta alríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent