Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 18:18 Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstou Sádi-Arabíu í Istanbúl í síðasta mánuði. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna morðs Jamal Khashoggi. Hann segir morðið hafa verið hræðilegt og að Bandaríkin líði ekki slíkt. Trump vísar til þess að þegar sé búið að beita refsiaðgerðum gegn 17 Sádum sem vitað er að komu að morðinu og meðferð líks Khashoggi. Að hans hálfu virðist málinu lokið. Forsetinn sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu þar sem hann lofar Sádi-Arabíu sem bandamenn Bandaríkjanna. Yfirlýsingin byrjar á orðunum: „Bandaríkin fyrst! Heimurinn er mjög hættulegur staður!“. Því næst er fjallað um yfirvöld Íran og að þau séu miklir andstæðingar Bandaríkjanna, stuðningsmenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og hryðjuverkasamtakanna Hezbollah í Líbanon, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir Sáda þó hafa verið góða bandamenn gegn Íran og þeir hafi lofað að verja miklu fjármagni til baráttu gegn öfgastarfsemi í Mið-Austurlöndum. Þar að auki segir Trump að það væri heimskulegt að stöðva umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Trump vísar einnig til orða yfirvalda Sádi-Arabíu um að Khashoggi, sem bjó og starfaði sem blaðamaður í Bandaríkjunum og var harður gagnrýnandi konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu, hafi verið „óvinur ríkisins“ og meðlimur í Bræðralagi múslima. Hann segir það þó ekki koma að ákvörðun sinni. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum ásökunum Sáda gegn Khashoggi. Þess í stað vísar Trump til þess að Salman konungur og krónprinsinn Mohammad bin Salman, þvertaki fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti.INBOX: Trump statement on “standing with Saudi Arabia” re: Khashoggi pic.twitter.com/uVA9qMOijx — Katie Bo Williams (@KatieBoWill) November 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu Trump að leyniþjónustur Bandaríkjanna vinni enn úr upplýsingum vegna morðsins, en mögulegt væri að komið gæti í ljós að MBS hafi vitað af morðinu. „Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir í yfirlýsingu Trump. Það er þó þvert á þá niðurstöðu sem CIA, ein af leyniþjónustum Bandaríkjanna, hefur komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið. Eftir að fregnir bárust af niðurstöður CIA gaf Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna út yfirlýsingu um að ríkisstjórnin væri ekki komin að sömu niðurstöðu.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIAÍ yfirlýsingunni segir Trump einnig að mögulega verði aldrei hægt að fá allar upplýsingar um morðið á hreint. „Hvort sem er, þá er samband okkar við konungsríkið Sádi-Arabíu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að Bandaríkin muni áfram styðja dyggilega við bakið á ríkinu og öðrum bandamönnum í Mið-Austurlöndum. „Ég skil að það eru þingmenn sem, af pólitískum eða öðrum ástæðum, vilja að ég fari aðra leið og þeim er frjálst að gera það. Ég mun skoða allt sem fært er fyrir mig en bara með hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna í huga.“ Journalists and press freedom campaigners tell me President Trump's stance on Khashoggi's murder sends a message to anyone in a position of power that it's okay to kill their critics, as long as they call them enemies of the people. — Richard Engel (@RichardEngel) November 20, 2018 Utanríkisráðherra Íran, Javad Zarif, gagnrýndi yfirlýsingu Trump á Twitter og sagði undarlegt að fyrsta málsgrein hennar innihéldi eingöngu ásakanir gegn Íran. „Kannski eru líka við okkur að sakast varðandi eldana í Kaliforníu, af því að við hjálpuðum ekki við að raka skógana, alveg eins og Finnar gera?“ skrifaði Zarif.Mr. Trump bizarrely devotes the FIRST paragraph of his shameful statement on Saudi atrocities to accuse IRAN of every sort of malfeasance he can think of. Perhaps we’re also responsible for the California fires, because we didn’t help rake the forests— just like the Finns do? — Javad Zarif (@JZarif) November 20, 2018 Bandaríkin Donald Trump Íran Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46 „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna morðs Jamal Khashoggi. Hann segir morðið hafa verið hræðilegt og að Bandaríkin líði ekki slíkt. Trump vísar til þess að þegar sé búið að beita refsiaðgerðum gegn 17 Sádum sem vitað er að komu að morðinu og meðferð líks Khashoggi. Að hans hálfu virðist málinu lokið. Forsetinn sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu þar sem hann lofar Sádi-Arabíu sem bandamenn Bandaríkjanna. Yfirlýsingin byrjar á orðunum: „Bandaríkin fyrst! Heimurinn er mjög hættulegur staður!“. Því næst er fjallað um yfirvöld Íran og að þau séu miklir andstæðingar Bandaríkjanna, stuðningsmenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og hryðjuverkasamtakanna Hezbollah í Líbanon, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir Sáda þó hafa verið góða bandamenn gegn Íran og þeir hafi lofað að verja miklu fjármagni til baráttu gegn öfgastarfsemi í Mið-Austurlöndum. Þar að auki segir Trump að það væri heimskulegt að stöðva umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Trump vísar einnig til orða yfirvalda Sádi-Arabíu um að Khashoggi, sem bjó og starfaði sem blaðamaður í Bandaríkjunum og var harður gagnrýnandi konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu, hafi verið „óvinur ríkisins“ og meðlimur í Bræðralagi múslima. Hann segir það þó ekki koma að ákvörðun sinni. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum ásökunum Sáda gegn Khashoggi. Þess í stað vísar Trump til þess að Salman konungur og krónprinsinn Mohammad bin Salman, þvertaki fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti.INBOX: Trump statement on “standing with Saudi Arabia” re: Khashoggi pic.twitter.com/uVA9qMOijx — Katie Bo Williams (@KatieBoWill) November 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu Trump að leyniþjónustur Bandaríkjanna vinni enn úr upplýsingum vegna morðsins, en mögulegt væri að komið gæti í ljós að MBS hafi vitað af morðinu. „Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir í yfirlýsingu Trump. Það er þó þvert á þá niðurstöðu sem CIA, ein af leyniþjónustum Bandaríkjanna, hefur komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið. Eftir að fregnir bárust af niðurstöður CIA gaf Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna út yfirlýsingu um að ríkisstjórnin væri ekki komin að sömu niðurstöðu.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIAÍ yfirlýsingunni segir Trump einnig að mögulega verði aldrei hægt að fá allar upplýsingar um morðið á hreint. „Hvort sem er, þá er samband okkar við konungsríkið Sádi-Arabíu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að Bandaríkin muni áfram styðja dyggilega við bakið á ríkinu og öðrum bandamönnum í Mið-Austurlöndum. „Ég skil að það eru þingmenn sem, af pólitískum eða öðrum ástæðum, vilja að ég fari aðra leið og þeim er frjálst að gera það. Ég mun skoða allt sem fært er fyrir mig en bara með hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna í huga.“ Journalists and press freedom campaigners tell me President Trump's stance on Khashoggi's murder sends a message to anyone in a position of power that it's okay to kill their critics, as long as they call them enemies of the people. — Richard Engel (@RichardEngel) November 20, 2018 Utanríkisráðherra Íran, Javad Zarif, gagnrýndi yfirlýsingu Trump á Twitter og sagði undarlegt að fyrsta málsgrein hennar innihéldi eingöngu ásakanir gegn Íran. „Kannski eru líka við okkur að sakast varðandi eldana í Kaliforníu, af því að við hjálpuðum ekki við að raka skógana, alveg eins og Finnar gera?“ skrifaði Zarif.Mr. Trump bizarrely devotes the FIRST paragraph of his shameful statement on Saudi atrocities to accuse IRAN of every sort of malfeasance he can think of. Perhaps we’re also responsible for the California fires, because we didn’t help rake the forests— just like the Finns do? — Javad Zarif (@JZarif) November 20, 2018
Bandaríkin Donald Trump Íran Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46 „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30