Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:30 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu kveðst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57