Talíbanar færa ópíumvinnslu úr þéttbýli vegna árása Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:36 Safi ópíumvalmúans er kallaður ópíum og inniheldur kódein og morfín. Herforingi Talíbana í Afganistan hefur skipað undirmönnum sínum að stöðva ópíumvinnslu í þéttbýli vegna tíðra loftárása Bandaríkjamanna. Það þykir benda til þess að Talíbanar séu undir þrýstingi frá afgönskum almenningi sem ber skaðann þegar slíkar árásir eru gerðar. Stór hluti af heróíni heimsins á uppruna sinn í Afganistan. Það er unnið úr ópíum-valmúanum sem sprettur betur en flest annað í hrjúfu fjall-lendinu. Ræktarland er víðast lélegt og bændur sem vilja sjá fjölskyldum sínum farboða eiga ekki annarra kosta völ en að rækta valmúann. Það hefur gert ópíum að einni helstu tekjulind Talíbana. Þeir eru taldir hafa meira en tuttugu milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af ópíumvinnslu og smygli. Til að reyna að knésetja Talíbana hafa hersveitir Bandaríkjanna í auknum mæli einbeitt sér að upprætingu ópíumvinnslunnar síðasta hálfa árið. Mikið af vinnslustöðvum og verksmiðjum Talíbana er í þéttbýli, sérstaklega í Helmand hérað. Í hvert sinn sem Bandaríkjamenn varpa sprengjum á slík skotmörk deyr fjöldi almennra borgara. Á lokaðri samskiptasíðu Talíbana á netinu er þetta til umræðu og þar má meðal annars heyra upptöku af hátt settum herforingja í Helmand héraði. Hann segir að vegna tíðra loftárása undanfarið sé ekki lengur hægt að réttlæta ópíumvinnslu í þéttbýli í Helmand, konur og börn lifi í sífelldum ótta vegna ómannaðra flauga sem fljúgi yfir og varpi sprengjum án fyrirvara. Á upptökunni segir herforinginni enn fremur að þeir sem brjóti gegn þessari skipun eigi harða refsingu yfir höfði sér. Öll ópíumvinnsla verði framvegis að fara fram í óbyggðum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Herforingi Talíbana í Afganistan hefur skipað undirmönnum sínum að stöðva ópíumvinnslu í þéttbýli vegna tíðra loftárása Bandaríkjamanna. Það þykir benda til þess að Talíbanar séu undir þrýstingi frá afgönskum almenningi sem ber skaðann þegar slíkar árásir eru gerðar. Stór hluti af heróíni heimsins á uppruna sinn í Afganistan. Það er unnið úr ópíum-valmúanum sem sprettur betur en flest annað í hrjúfu fjall-lendinu. Ræktarland er víðast lélegt og bændur sem vilja sjá fjölskyldum sínum farboða eiga ekki annarra kosta völ en að rækta valmúann. Það hefur gert ópíum að einni helstu tekjulind Talíbana. Þeir eru taldir hafa meira en tuttugu milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af ópíumvinnslu og smygli. Til að reyna að knésetja Talíbana hafa hersveitir Bandaríkjanna í auknum mæli einbeitt sér að upprætingu ópíumvinnslunnar síðasta hálfa árið. Mikið af vinnslustöðvum og verksmiðjum Talíbana er í þéttbýli, sérstaklega í Helmand hérað. Í hvert sinn sem Bandaríkjamenn varpa sprengjum á slík skotmörk deyr fjöldi almennra borgara. Á lokaðri samskiptasíðu Talíbana á netinu er þetta til umræðu og þar má meðal annars heyra upptöku af hátt settum herforingja í Helmand héraði. Hann segir að vegna tíðra loftárása undanfarið sé ekki lengur hægt að réttlæta ópíumvinnslu í þéttbýli í Helmand, konur og börn lifi í sífelldum ótta vegna ómannaðra flauga sem fljúgi yfir og varpi sprengjum án fyrirvara. Á upptökunni segir herforinginni enn fremur að þeir sem brjóti gegn þessari skipun eigi harða refsingu yfir höfði sér. Öll ópíumvinnsla verði framvegis að fara fram í óbyggðum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira