Leiðtogar úr austri og vestri hittast í München Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 10:18 Öryggismálaráðstefnan í München er haldin á hótelinu Bayerischer Hof. Vísir/AFP Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland. Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland.
Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira