Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50
Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00