Björgvin Stefánsson er ekki í leikmannahóp KR gegn Val í Pepsi deild karla í kvöld. Hann er í agabanni hjá félaginu.
„Hann er í agabanni og er ekki með okkur í dag. Það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason á Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Björgvin spilaði allan leikinn fyrir KR í tapinu gegn Víkingi á sunnudag.
Leikur KR og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Björgvin í agabanni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
