Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Mjanmarskir hermenn við landamærin við Bangladess. Vísir/Epa „Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
„Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00