Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 18:45 Svæði sem eru nú þegar þurr eru líklega til að verða enn þurrari í hlýnandi heimi. Verri þurrkar og meiri öfgar í veðri eiga eftir að halda áfram að ógna samfélagum manna á þessari öld. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45