Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 05:26 Reykur rís úr Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um helgina. Vísir/Getty Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn
Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15