Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2018 23:15 70 borgarar eru sagðir hafa fallið í loftárásum á síðasta sólarhring. Vísir/AFP Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni. Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.
Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08
Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16
Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58