Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 05:26 Reykur rís úr Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um helgina. Vísir/Getty Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn
Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15