Segir Trump hafa seinkað brottflutningi hermanna frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 11:22 Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira