"Ég get ekki andað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
„Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05