Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 22:05 Krónprins Sádí-Arabíu er víða talinn hafa fyrirskipað verknaðinn EPA/STR Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. Fyrir rúmri viku krafðist forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, þess að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands og síðasta miðvikudag var gefin út handtökuskipun á hendur þeim af tyrkneskum dómara.Gagnrýndi vinnubrögð Tyrkja Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið sem var framið í sádi-arabíska sendiráðinu í Istanbul í október. BBC greinir frá því að utanríkisráðherra Sádí Arabíu, Adel al-Jubei hafi í yfirlýsingu sinni sagt að Sádar framselji ekki ríkisborgara sína. Al-Jubei gagnrýndi hins vegar Tyrki vegna örðugleika í upplýsingagjöf ríkjanna á milli en Sádar höfðu óskað eftir gögnum til þess að nota í réttarhöldunum gegn mönnunum.Sádar neita aðkomu krónprinsins sem fyrr Forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, segir að skipanin um að ráða Khashoggi af dögum hafi komið frá efstu þrepum sádi-arabísku konungsfjölskyldunnar en Erdogan vill ekki valda fjölskyldunni skaða. Sádar neita því að Krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið eins og víða er talið. Sádar hafa gefið út að Khashoggi hafi verið ráðinn af dögum eftir átök í sendiráðinu og að lík Khashoggi hafi verið sundurlimað áður en hinir seku losuðu sig við það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. Fyrir rúmri viku krafðist forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, þess að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands og síðasta miðvikudag var gefin út handtökuskipun á hendur þeim af tyrkneskum dómara.Gagnrýndi vinnubrögð Tyrkja Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið sem var framið í sádi-arabíska sendiráðinu í Istanbul í október. BBC greinir frá því að utanríkisráðherra Sádí Arabíu, Adel al-Jubei hafi í yfirlýsingu sinni sagt að Sádar framselji ekki ríkisborgara sína. Al-Jubei gagnrýndi hins vegar Tyrki vegna örðugleika í upplýsingagjöf ríkjanna á milli en Sádar höfðu óskað eftir gögnum til þess að nota í réttarhöldunum gegn mönnunum.Sádar neita aðkomu krónprinsins sem fyrr Forseti Tyrklands, Receep Tayip Erdogan, segir að skipanin um að ráða Khashoggi af dögum hafi komið frá efstu þrepum sádi-arabísku konungsfjölskyldunnar en Erdogan vill ekki valda fjölskyldunni skaða. Sádar neita því að Krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið eins og víða er talið. Sádar hafa gefið út að Khashoggi hafi verið ráðinn af dögum eftir átök í sendiráðinu og að lík Khashoggi hafi verið sundurlimað áður en hinir seku losuðu sig við það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30