Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 14:15 Alisson Becker. Vísir/Getty Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30
Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30