Löng bið á enda hjá Laurent Koscielny í leik á móti Hannesi og félögum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 15:00 Laurent Koscielny. Vísir/Getty Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira