Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Það borgar sig að bólusetja við mislingum, að mati WHO. NORDICPHOTOS/GETTY Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent