Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Það borgar sig að bólusetja við mislingum, að mati WHO. NORDICPHOTOS/GETTY Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira