Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Það borgar sig að bólusetja við mislingum, að mati WHO. NORDICPHOTOS/GETTY Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira