Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 09:04 Dodge Challenger-bifreiðin sem Fields ók niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53