Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Árið 2018 hefur verið stormasamt hjá þessum stærsta samfélagsmiðli heims. Nordicphotos/Getty Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04