Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Árið 2018 hefur verið stormasamt hjá þessum stærsta samfélagsmiðli heims. Nordicphotos/Getty Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04