Samþykktu drög að pólitískri viljayfirlýsingu um samskiptin eftir Brexit Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 13:27 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði fréttamenn við Downing-stræti 10 í hádeginu. EPA/Andy Rain Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00
May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00