Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 10:39 Amasónfrumskógurinn hefur verið kallaður lungu jarðar. Getty/ Per-Anders Pettersson Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum. Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum.
Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15
Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01