Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 22:13 Jair Bolsonaro hefur verið lýst sem "hinum brasilíska Donald Trump“. AP/Silvia Izquierdo Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira