Íslenski boltinn

Íslenskur toppfótbolti ekki með mótframboð gegn Guðna

Anton Ingi Leifsson skrifar

Íslenskur toppfótbolti íhugar ekki mótframboð gegn Guðna Bergssyni, formanni KSÍ. Samtökin vilja fá markaðsréttindin af íslenskum fótbolta.

Aðalfundur ÍTF var haldinn um helgina en öll liðin í efstu tveimur deildum karla og kvenna eiga nú aðild að samtökunum en einnig var fjölgað í stjórn félagsins.

Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, segir að það standi ekki til að koma með mótframboð gegn Guðna en orðrómur hefur verið þess efnis að Geir Þorsteinsson snúi aftur.

„Íslenskur toppfótbolti hefur ekki verið að spekulera í slíkum málum. Umræðan um Geir hefur komið upp en hún er ekki frá okkur komin. Sjálfur hef ég aldrei heyrt í Geir og það er ekkert slíkt frá okkur. Það eru hreinar línur,“ sagði Haraldur í samtali við Hörð Magnússon.

Ársþing KSÍ er í febrúar en íslenskur toppfótbolti vill nú taka yfir markaðsréttindin af deildunum sem hefur verið í höndum KSÍ frá upphafi.

„Við erum í góðu sambandi við KSÍ um fullt af lagabreytingum. Þetta er eitt af mörgu og ég er bjartsýnn á því að við fáum góðri lendingu í þessu.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.