Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 18:30 Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira
Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00