Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 18:30 Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00