Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 18:30 Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00